Verk í vinnslu: Eden

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Nína Hjálmarsdóttir

Litla svið Borgarleikhússins
18. nóvember kl. 17:00

Í okkar Eden er lykt af píku og nýslegnu grasi, með hrúgu af hálfbitnum eplum í horninu. Það er eitthvað skrítið við okkar Eden, eitthvað á ská, eitthvað óþægilegt. Adam & Eva eru ekki að leika hlutverkin sín eins og þau hafa alltaf gert. Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Nína Hjálmars kafa hér inn í sköpunarsöguna og taka sér pláss í sjálfum aldingarðinum upprunalega. Eden er hinsegin paradís sem afmiðjar norm samfélagsins og leyfir áhorfendum að finna fyrir hinu erótíska innra með sér.

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir (hún/hennar/she/her) er sviðslistakona, sjálfstætt starfandi fræðimaður og aktivisti sem hefur í störfum sínum lagt áherslu á inngildingu og samspil fötlunar og kynverundar. Embla var tilnefnd til Grímunnar 2023 sem dansari ársins fyrir frammistöðu sína í sýningunni Góða ferð inn í gömul sár.

Nína Hjálmars (hún/hán/she/they) er sviðshöfundur, fræðimaður, gagnrýnandi og pródúser. Hún er lektor í sviðslistafræðum og fagstjóri fræða við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands. Rannsóknir Nínu í listsköpun og fræðum eru á vettvangi afnýlenduvæðingar og hinsegin fræða í listum, sem oft staðsetja Ísland og Norðrið í nýlendusamhengi.

Frítt inn
Aðgengi fyrir hjólastóla