Lókal 2020

Gleður mig að hitta þig

Staðir tilkynntir síðar
Ongoing allt festivalið

Steinunn Knúts Önnudóttir

Performatíft stefnumót við það meira-en-mennska

Hvert er tungumál bakteria, steina, planta, himinsins eða múrveggs? Hefur þú heyrt rödd heimilis þíns? Hefurðu nokkurn tíma þakkað grasinu fyrir það sem það hefur gert fyrir þig? Hvað hefur tré að segja þér um sorg eða þú að segja trénu um ástina?

Gleður mig að hitta þig tekst á við samskipti mannsins við umhverfi sitt. Verkið er fjórði og síðasti hluti listrannsóknarinnar Hversu lítið er nóg? og er doktorsverkefni Steinunnar Knúts Önnudóttur í Leiklistarakademíunni í Malmö við Lundarháskóla. Verkefnið hefur að markmiði að þróa sjálfbærar sviðslistaaðferðir í gegnum tengsl-skapandi upplifunarverk, með sérstaka áherslu á að kanna hversu einfaldur ramminn getur orðið.

Gleður mig að hitta þig er ekki bara verk í vinnslu heldur líka tilraun með pósthúmaníska sviðslistanálgun sem veitir fólki möguleika á að eiga samtal við það meira-en-mennska; plöntur, dýr, manngerða hluti og önnur fyrirbæri.

Hægt er að prufa þrjú ólík verk á hátíðinni. Verkin, sem koma í kassa, er hægt að sækja í miðasöluna og eru lánuð út að hámarki klukkustund. Eftir stefnumótið gefst gestum möguleiki á að deila upplifun sinni með listrannsakandum.

Please to meet you

Locations to be announced
Ongoing over the festival

Steinunn Knúts Önnudóttir

A Performative Encounter with the More-Than-Human

What is the language of bacteria, minerals, plants, the sky, a brick wall? Have you heard the voice of you home? Did you ever thank the grass for its services to you? What does a tree have to say to you about sadness? What do you have to say to the tree about love?

Please to meet you deals with how humans relate to their environment. The piece is the fourth and the concluding part of an artistic research project How Little is Enough? conducted by Steinunn Knúts Önnudóttir at Malmö Theatre Academy/ Lund University. The project aims to develop sustainable performance methods through transformative encounters in relation-specific performances, with a particular focus on how minimal and sustainable the framework can be. In this last work of the series the performative encounter is between a human guest and a non-human host.

Please to meet you is not only a work in progress but also an experiment in posthuman performance approach, testing ways for humans to engage with the more-than-human dimension; plants, animals, man made objects, and other non-human phenomena, in a performative setting.

There are three separate works to be explored at the Festival. Each work comes in a box that can be collected at the ticket office to be returned no later than one hour later. After the encounter the guests will be invited to share their experience with the artist researcher.

Föstudagur
18. Nóvember

Friday
November 18th

blessbless.is
Hentu því, hirtu minninguna

Staðsetning tilkynnt síðar
15:00

Friðgeir Einarsson

Fyrirlestrarverkið blessbless.is (byebye.is) er stutt, performatív kynning á nýjum rafrænum vettvangi sem hjálpar fólki að gera tiltekt. 

Á flestum heimilum eru hlutir sem hafa ekkert gagn og flækjast fyrir, en við getum samt ekki hugsað okkur að henda því við höfum bundist þeim tilfinningaböndum. Gömul leikföng, skólaföndur, kerti sem minnir mann á gamlan kærasta, minjagripir sem amma og afi komu með úr sólarlandaferð — hvað á að gera við þetta drasl? 

blessbless.is er rafræn geymsla þar sem fólk getur komið fyrir myndum, myndböndum og sögum af dýrmætum en ónauðsynlegu hlutum, og varðveitt þá að eilífu án þess að þeir taki pláss í raunveruleikanum. 

Í fyrirlestrarverkinu gerir sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson grein fyrir hugmyndinni og gefur áhorfendum kost á að taka þátt.

Lengd: 25-30 mínútur + aukaviðburður.  

byebye.is
Get rid of it and remember

Location to be announced
3 PM

Friðgeir Einarsson

The lecture performance byebye.is (blessbless.is) is a short introduction to a new electronic platform which makes it easier to throw things away.

In most homes there are things that don’t serve any purpose, but we can’t throw away because of the emotions we attach to them. Old toys, handicrafts, a candle that reminds you of an old boyfriend, a souvenir that your grandparents brought you from their holiday — what to do with these things?

byebye.is is an electronic storage space where you can upload pictures, videos and stories about precious but useless things, and preserve their memory forever without taking up space in the real world.      

Theatre artist Friðgeir Einarsson presents his idea and invites the audience to participate.

Length: 25-30 minutes + extra event.

Laugardagur
19. Nóvember

Saturday
November 19th

Practicing Love

Njálsgata 32B – bakgarður
15:00
Laugardagur 19.11
Sunnudagur 20.11

Svanhvít Júlíusdóttir

„Ég upplifði mig tóma og hafði þörf fyrir að eiga einfalt og umhyggjuríkt samband við einhvern í lífi mínu. Þegar vini mínum áskotnaðist óvænt kjúklingur eftir skyndilegt fráfall bónda innan fjölskyldunar fékk ég innblástur og ákvað að fá mér eins. Nú reyni ég að stofna til vináttu við kjúklingana mína tvo, Pinu og Toni, og velti fyrir mér hvaða lærdóm ég geti dregið af þeirri reynslu.“

Practicing Love er tilraun til að skapa heim byggðan á kærleik og gagnkvæmni í sambandi manns og kjúklings. Sýningin er safn af dagbókarskrifum og vídeóupptökum sem lýsa tilraunum mínum til þess að vingast við hænurnar mínar tvær, Pinu og Toni og vangaveltur mínar um eðli sambands okkar.

Hámark 30 á sýningu

Practicing love

Backyard of Njálsgata 32B
3 PM
Saturday 19.11
Sunday 20.11

Svanhvít Júlíusdóttir

"Experiencing a sense of depletion by complicated communication in many of my everyday relationships with people, I had a strong desire to have someone in my life to simply nurture. Inspired by a friend that acquired a chicken after his elderly farmer uncle passed away, I got two chickens – Pina and Toni. I am trying to create and sustain a friendship with these chickens living in my backyard and asking myself what I learn in that process."

Practicing Love proposes alternative ways of world-building based on kindness and reciprocity in a human-chicken relationship. The performance is a collection of diary readings and videos portraying my efforts to make friends with my chickens, Pina and Toni, and my reflections on the nature of our relationship.

Participants: Svanhvít Júlíusdóttir (human), Pina (chicken), Toni (chicken).

Max: 30

Sunnudagur
20. Nóvember

Sunday
November 20th

Pólís

Staðsetning óákveðin
20:00

PólíS

Leikfélagið PóliS stóð haustið 2022 fyrir OPEN CALL þar sem hver sem er gat bæst við hópinn. Fjórir nýjir listamenn bættust við og mun verkið á Lókal marka nýtt upphaf í sögu Leikfélagsins. PóliS er samsuðuleikfélag íslenskra og pólskra listamanna, atvinnu- sem og áhugamanna sem leiða saman hesta sína á Lókal í ár og kynna nýtt verk í vinnslu. Vinnutitill verksins ber heitið: Pólskir álfar.

Pólís eru:

Andrés Pétur Þorvaldsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Ólafur Ásgeirsson, Natalia Dokudowiec, Lukasz Oswiecinski, Jakub Kiliszek, Sylwia Zajkowska og Magdalena Bartczak

Pólís

Unknown location
8 PM

PólíS

PóliS theatre group advertised an OPEN CALL for literally anyone interested in the fall of 2022. Four new artists were added to the group and Lókal theatre festival marks a new beginning in the history of the group. PóliS is a collaborative theatre group consisting of both Icelandic and Polish artists, professionals and amateurs that present a new work process in this year's Lókal theatre festival. Working title is: Polish elves.

Pólís are:

Andrés Pétur Þorvaldsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Ólafur Ásgeirsson, Natalia Dokudowiec, Lukasz Oswiecinski, Jakub Kiliszek, Sylwia Zajkowska og Magdalena Bartczak

Hátíð hverfulleikans

Staðsetning tilkynnt síðar
15:00

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Verkið er hluti af listrænni rannsókn þar sem við skoðum hvernig hjúkrun anda og líkama er samþætt, hvar þræðir listarinnar og lækninga koma saman. Í vinnustofunni gefst þátttakendum tækifæri til að setja saman vönd úr ferskum blómum á meðan við köfum ofan í efnið. Hið óvænta verður aldrei langt undan.

Staðsetning verður tilkynnt síðar.

Höfundur: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Dramatúrg: Eva Rún Snorradóttir

The Festival of Impermanence

Location to be announced
3 PM

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

The work is an artistic study in which we look at how nursing of spirit and body is intergrated, where the threads of art and healing come together. Participants will arrange flowers as we dive into the study.

Location will be announced as the date draws closer.

Author: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Dramaturgy: Eva Rún Snorradóttir

Þriðjudagur
22. Nóvember

Tuesday
November 22th

Satan – verk í vinnslu

Dansverkstæðið
20:00

Iggy Malmborg

Satan segir óumflýjanlega sjálfsævisögulega sögu af hetju sem vill verða illmenni, en mistekst, og greinir frá hörmulegum afleiðingum þess. Verkið snýst um spurningar um siðfræði og sannleika og hvað það þýðir að segja sögu á sviði. Verkið miðar að krafti blekkingar. Iggy Malmborg notar gamla frásagnartækni þar sem röddin og líkaminn eru eina leiðin til að flytja áhorfendur til fjarlægra staða og tíma og vekja áhrif eins og samsömun, lotningu, ótta eða löngun.

Það sem sýnt verður í Reykjavík á Lókal er verk í vinnslu, frumsýning verður 25. apríl 2023 í Schauspiel Leipzig.

Satan – work in progress

Dansverkstæðið
8 PM

Iggy Malmborg

Satan tells an avoidably autobiographical story of a hero who wants to become a villain, but fails and to the disastrous places that leads him. The performance revolves around questions of ethics and truth, and what it means to tell a story on stage. The performance takes aim at the power of illusion. Iggy Malmborg uses old storytelling techniques where the voice and the body are the only means to transport the audience to far away places and times and to evoke affects like identification, awe, fear or desire. 

What will be shown in Reykjavik at Lókal is an early work in progress, the premiere of Satan will be the 25th of April 2023 at Schauspiel Leipzig.

Miðvikudagur
23. Nóvember

Wednesday
November 23rd

Vinnustofa með Iggy Malmborg

Dansverkstæðið
13:00 – 16:00
Miðvikudagur 23.11
Fimmtudagur 24.11

Iggy Malmborg

Iggy Malmborg gerir sýningar sem fást við krufningu á leikhúsaðstæðum og gagnrýnum lestri á ólíkum þáttum hennar, oft með hjálp hugsunar sem safnað er í sálgreiningu. Á vinnustofunni mun hann veita grunninnsýn í aðferðir sínar fyrir efnisframleiðslu, auk viðhorfs til hugmyndagerðar og samsetningar.

Frítt inn – Hámark 12 þátttakendur

Ætlað fagfólki í sviðslistum eða ritmiðlum

Workshop with Iggy Malmborg

Dansverkstæðið
1–4 PM
Wednesday 23.11
Thursday 24.11

Iggy Malmborg

Iggy Malmborg makes performances that engages in a dissection of the theatre situation and a critical reading of its different elements, often with the help of thinking collected from psychoanalysis. During the workshop he will give some basic insight into his returning practices for material production, as well as a formalized attitude to conceptualization and composition.

Free – Max 12 people

For professionals in theater/performance/writing