Lókal 2019

Kveikjur

Sviðslistahópur JHM/ JHM

Kveikjarar eru: 

Eirún Sigurðardóttir – myndlistarkona
Guðrún Eva Mínervudóttir – rithöfundur
Margrét Bjarnadóttir – sviðslistakona 

Listamenn í vinnustofunni Kveikjur eru:

Andrea Vilhjálmsdóttir með fræ út frá barnafötum af henni sjálfri sem lifað hafa einmanalegu lífi í geymslunni í 25 ár.
Ragnar Ísleifur Bragason með fræ út frá næturverði sem hlustar síendurtekið á lagið Tímabil með hljómsveitinni Í Svörtum Fötum.
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir með fræ út frá aðdráttarafli leikhússins séð frá þeim sem vinna bak við leikhústjöldin.
Tatjana Dís með fræ út frá því óhöndlanlega og skrásetningu drauma. 

Í upphafi hátíðarinnar verður opnunardagskrá þar sem Kveikjarar flytja hugvekjur um sköpunarferlið og sviðslistakonan Snæfríður Sól Gunnarsdóttir flyturopnunarritúal hátíðarinnar. Ólöf Ingólfsdóttir verður með örkennslu í uppbyggilegri endurgjöf. Í lok hátíðarinnar verður afrakstur vinnustofunnar sýndur.

Verk í vinnslu: Saga biðraða frá fullveldi til framtíðar

Díó (Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Áskelsdóttir)

Díó hefur áður fært okkur sýninguna Þær spila blak hallelúja. Nú rannsaka þær sögu íslenskra biðraða.

Íslenskt Snitsel

Janus Bragi Jakobsson og Loji Höskuldsson

Gjörningafyrirlestur þar sem notast er við fundið efni, myndbönd sem aðrir Íslendingar hafa skapað og sett á netið.

Opið rannsóknarferli

Íris Stefánía Skúladóttir

Íris er að vinna heimildaverk fyrir Útvarpsleikhúsið um ástir og kynlíf elstu kynslóðar okkar samfélags. Verkið vinnur hún út frá rannsóknum sínum á sjálfsfróun og kynhegðun kvenna. Hún býður okkur að vera fluga á vegg í saumaklúbbshittingi.