program 2022

Láttu bara eins og þetta sé alvöru

Sviðslistahópur JHM/ JHM

Láttu bara eins og þetta sé alvöru er leikhúsupplifun þar sem áhorfendur eru leiddir inn í heim vísindanna, inn á safn sem virðist ætla að upphefja þær framfarir sem skilgreina samtíma okkar. Smám saman kemur þó í ljós að hlutirnir eru ekki svo einfaldir og öllum sköpunarverkum okkar fylgja ákveðnar afleiðingar. Áhorfendur horfast í augu við það skrímsli sem samtími okkar er og hvernig hægt sé að kveða það skrímsli í kútinn. 

Listrænn leiðtogi: Hannes Óli Ágústsson
Dramatúrg: Karl Ágúst Þorbergsson
Þáttakandi listamenn: Andrea Vilhjálmsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson og Tryggvi Gunnarsson
Sjónrænn ráðunautur: Sara Hjördís Blöndal

Just Pretend This Is Real

JHM

Just Pretend This Is Real is a human-specific performance where the audience is led into a world of science, into a museum that seems to celebrate the progress that has defined the modern world. But everything isn’t quite what it seems at first, and we have to face up to the consequences we have manufactured due to our creativity. Have we created a monster? And if so, do we have the means to destroy it?

Artistic Leader: Hannes Óli Ágústsson
Dramaturg: Karl Ágúst Þorbergsson
Participating Artists: Andrea Vilhjálmsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson og Tryggvi Gunnarsson
Visual Consultant: Sara Hjördís Blöndal

Hunden bakom mannen

Það er 15. desember árið 1911. Obersten, Lasse, Helge, Nilli, Fisken, Arne, Suggen, Mylius, Ring, Rap, Hai, Uroa, Rotta, Kvæn, Fritjof og Per hlaupa í átt að breiddar- og lengdargráðu 90°00,00,S 0°00,00,E. Sleðahundarnir sextán draga mannkynið í átt að takamarki sínu, Suðurpólnum.

Sviðsverkið tekur fyrir norska leiðangurinn á Suðurpólinn, en í þetta skipti er sagan sögð út frá sjónarhóli grænlensku sleðahundanna. Tveir flytjendur túlka upplifun sextán hunda á einu umtalaðasta afreki mannkyns.

Höfundar og flytjendur: Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Selma Reynisdóttir
Dramatúrg: Gígja Sara Björnsson
Tónskáld: Eygló Höskuldsdóttir

Verkefnið hefur þegar hlotið styrk frá Reykjavíkurborg, Letterstedska sjóðnum og norrænu styrkina OPSTART og Nordic Culture Point.

Hunden bakom mannen

Hunden bakom mannen is an investigative performance project that aims to retell the story of Roald Amundsen's expedition to the South-Pole from the dogs’ point of view.
The group digs into the historical event of Roald Amundsen's conquest of the South-Pole, to try to see it from a point of view removed from the glow of fame and scope of human interests. Two performers try to portray the experience of sixteen dogs.

Creators and artists: Hallveig Kristín Eiríksdóttir and Selma Reynisdóttir
Dramaturg: Gígja Sara Björnsson
Music: Eygló Höskuldsdóttir

Konur sem kjósa að eignast ekki börn

Íris Stefanía

Hvað langar þig að eigast mörg börn? Hvenær ætlarðu að eignast börn? Ha? Langar þig ekki í börn? Það mun nú breytast þegar þú verður eldri og klukkan fer að tifa. Þú veist að þú hefur ekki allan tímann í heiminum. Þú munt skipta um skoðun þegar þú eignast þitt fyrsta barn. Þú munt ekki sjá eftir því. Það sér enginn eftir því. Ha? Ertu þreytt? Já en þú átt engin börn. Getur rétt ímyndað þér hvernig þér liði ef þú ættir þrjú börn til dæmis. Þá værirðu sko þreytt. En börn eru svo yndisleg. Gefa lífinu merkingu. Þú munt sko ekki sjá eftir því að eignast börn.

EN MIG LANGAR EKKI Í BÖRN!

Verkið er rannsóknarverk Írisar sem tekur fyrir konur sem kjósa að eignast ekki börn og þeirra reynslu af því að vera kona í heimi sem dýrkar móðurhlutverkið. Verkir byggir á viðtölum sem Íris hefur tekið við fjölda kvenna sem allar eiga það sameiginlegt að lifa barnlausum lífsstíl.

Women who chose not to have children

Íris Stefanía

How many children do you want to have? When are you having children? What? You don’t want to have children? That will change when you get older, believe me. You know you don’t have all the time in the world. You will change your mind when you have your first child. You won’t regret it. Noone regrets it. What? Are you tired? But you have no children. Just imagine if you had three children. Then you would be tired. But kids are so lovely. They give life meaning. You will not regret having children. 

BUT I DON’T WANT TO HAVE CHILDREN!

Iris’s research based performance dives into the world of women you chose not to have children and their experiences living as women in a world that idealizes motherhood. The performance is based on Iris’s interviews with women who all chose a childfree lifestyle.

Practicing love

Svanhvít Júlíusdóttir

Eftir að upplifa ástand örþreytu vegna flókinna samskipta í mörgum samböndum mínum við fólk, fann ég sterka þörf til að skapa jákvæða tengingu við einhvern í lífi mínu. Þegar vinur minn eignaðist óvænt litla hænu fékk ég innblástur og bjó hænunum Pinu og Toni heimili í garðinum hjá mér. Í viðleitni minni til að stofna til vináttu við þær spyr ég sjálfa mig spurninga um samskipti og tengingu við aðra.

Practicing love

Svanhvít Júlíusdóttir

Experiencing a sense of depletion by complicated communication in many of my everyday relationships with people, I had a strong desire to have someone in my life to simply nurture. Inspired by a friend that acquired a chicken after his elderly farmer uncle passed away, I got two chickens – Pina and Toni. I am trying to create and sustain a friendship with these chickens living in my backyard and asking myself what I learn in that process. 

Mannyrkjustöðin

Hrefna Lind Lárusdóttir og Búi Bjarmar Aðalsteinsson

Umhirða og góð ráð. Fyrstu skrefin.

Verið velkomin á fyrirlestur hjá Mannyrkjustöð Reykjavíkur, þar sem farið verður í saumana á því hvernig hægt sé að rækta sín innri plöntu. Þjónustufulltrúarnir Búi Bjarmar og Hrefna Lind munu fræða gesti með sýnidæmum til viðmiðunar. 

Um Mannyrkjustöðina:

Markmið Mannyrkjustöðvarinnar er að efla tengsl við náttúru/gróður ásamt því að sinna mannrækt. Við teljum að margt megi læra af plöntum. Því segjum við að allir hafi sína innri plöntu, sem eiginleg myndlíking sem getur aðstoðað okkur við að fást við tilfinningar, sambönd og samfélagsþáttöku. 

Þjónustufulltrúar: Hrefna Lind Lárusdóttir og Búi Bjarmar Aðalsteinsson
Búningar: Geirþrúður Einarsdóttir
Vídeó: Sigurður Unnar Birgisson

Human expansion station

Hrefna Lind Lárusdóttir and Búi Bjarmar Aðalsteinsson

Care & Good Advice. First steps.

Welcome to Mannyrkjustöðin´s (Human expansion station) lecture about how to grow your inner plant. Customer service advisors, Búi Bjarmar and Hrefna Lind, will give you good tips and effective practises for plant-guided improvement.

About Mannyrkjustöðin (Human expansion station)

Our goal is to establish a connection with nature and promote selfcare. Plants are excellent teachers and we have much to learn from them. That’s why we say “Everyone has an inner plant” used as a metaphor that can help us in dealing with feelings, relationships etc.

Hátíð hverfulleikans

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Verkið er listræn rannsókn þar sem við skoðum hvernig hjúkrun anda og líkama er samþætt, hvar þræðir listarinnar og lækninga koma saman. Hjúkrunarfræðingar, skáld og sellóleikari koma saman til að fagna og skoða hvað felist í starfi hjúkrunarfræðinga, stundir í vinnunni sem valda straumhvörfum og hvað það er að batna. 

Höfundur: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
Dramatúrg: Eva Rún Snorradóttir
Staðsetning: Iðnó 

Verkið er unnið í samstarfi við Guðrúnu Yrsu Ómarsdóttur hjúkrunarfræðing ásamt fleirum sem uppljóstrað verður um þegar nær dregur. 

Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg. 

Símaver

Kveikjur vinnustofa Lókal fór fyrst fram árið 2019. Kveikjur er stutt og fókuseruð vinnustofa sem er ætlað að hlúa að frumsköpun. Kveikjur þessa árs er Símaver. Þrír listamenn vinna í viku að örverkum sem verða flutt í símtali, sunnudagskvöldið 22. nóvember.

Margrét Bjarnadóttir vinnur í ýmis form og ólíka miðla, einna helst á sviði dans, myndlistar og skrifa. Á meðal nýlegra verka hennar er gítarballettinnn No Tomorrow, sem hún samdi ásamt Ragnar Kjartanssyni í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og sviðshreyfingar fyrir Utopiu og Cornucopiu, tónleikasýningar Bjarkar.

Birnir Jón Sigurðsson er listamaður með áhuga á texta og því sjónræna. Hann takmarkar sig ekki við einn miðil og viðfangsefni hans beinast meðal annars að náttúrunni, loftslagsbreytingum og samskiptum á snjallöld. Hann er starfandi meðlimur sviðslistahópanna CGFC og Ást & Karókí  sem beita samsköpunaraðferðum við sviðslistasköpun. 

Ásta Fanney Sigurðardóttir er listakona og skáld. Viðfangsefni hennar hverfast oftar en ekki um tungumál og hljóð þar sem hún vefur gjörninga og tónlist inn í verk sín.

Símaver

Margrét Bjarnadóttir is a multidisciplinary artist working in the fields of dance, performance, visual arts and writing. Recent works include the guitar ballet, No Tomorrow, in collaboration with Ragnar Kjartansson and the Iceland Dance Company as well as choreographing Björk´s staged concerts, Utopia and Cornucopia.

Birnir Jón Sigurðsson is an artist working with text and visual mediums. His topics involve, amongst others, nature, climate change and communication in the smart age. He is a working member of devised theatre groups CGFC and Love & karaoke.

Ásta Fanney Sigurðardóttir is an artist and poet. Her subjects often revolve around language and sound as she weaves performances and music into her works. Her latest book, Forevernoon, is forthcoming in English translation. 

Kaffistofa sviðslistamanna

Kaffistofa sviðslistamanna er tilraun til að efla tengslanet innan sjálfstæðu sviðslistasenunnar og skapa rými fyrir afslappað, örvandi samtal. Við trúum á kraft virks tengslanets og tilviljunarkenndra stefnumóta.

„Sófinn á kaffistofunni skiptir öllu máli“ (Ólöf Ingólfsdóttir, munnleg heimild, 16. apríl 2020) 

Úrval sviðslistamanna situr fyrir svörum í frjálslegu spjalli, leiddu af Aðalbjörgu Árnadóttur.

Haldið í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO.

The artist's canteen

The artist's canteen is an attempt to strengthen networks within the independent performing arts scene and to create space for relaxed and stimulating conversation. We believe in the power of active networking and random encounters.

"The sofa in the canteen is all that matters" (Ólöf Ingólfsdóttir, oral source, 16 April 2020)

A selection of performing artists have a cozy conversation, curated by Aðalbjörg Árnadóttir.

In collaboration with Reykjavík UNESCO City of Literature.

Útgáfa

Lókal gefur út veglegt tímarit í ár.

Syrpa \ Sýnisrit sviðshandrita

Safn af handritum, handritabrotum, senuskrifum og vinnuaðferðum sviðslistafólks í Reykjavík á árunum 2009 til 2020.

Útgáfuhóf verður á Kaffistofu sviðslistamanna, föstudaginn 20. nóvember.

Styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

Publishing

Lókal publishes a magazine this year with a focus on texts in performance. A collection of manuscripts, script fragments and working methods of performing artists in Reykjavík from 2009 to 2020.

It will be celebrated at the Artist canteen on Friday November 20th.

Supported by Icelandic Literature Center.