
Verk í vinnslu: HERDÍS
Viktoría Blöndal, höfundur og leikstjóri, Eva Halldóra, höfundur og dramatúrg
Litla svið Borgarleikhússins
18. nóvember kl. 17:20
Herdís situr í stofufangelsi við Rauðavatn. Hún er kynlífsgúrú, glæpakvendi og fálkuorðuhafi. Á eftir henni eins og blautur hundur er lögreglumaðurinn Guðráður.
Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson og Jakob van Oosterhout.
Eva Halldóra Guðmundsdóttir hefur lokið BA. gráðu frá Listaháskóla Íslands af sviðshöfundabraut. Hún er sviðshöfundur og gagnrýnandi. Viktoría Blöndal er leikstjóri, þáttargerðakona og höfundur.
Frítt inn
Aðgengi fyrir hjólastóla